Langabúð

Langabúð er elsta hús á Djúpavogi. Hún mun í núverandi mynd hafa verið byggð um 1850. Það er ljóst, að á þessum stað hafa verið verslunarhús um langan aldur. Elsta virðingargjörð, sem fundist hefur, er frá 1758. Þar er tekið fram, að húsin séu orðin gömul. Plankabyggt hús var reist þarna um 1790. Það er nú suðurendi Löngubúðar. Pakkhús er byggt þarna 1852., sem er nú eystri hluti hússins. Langabúð í núverandi mynd er þannig tvö hús og port á milli þeirra.