Berufjörður er 20 km langur og liggur á milli Hamarsfjarðar og Breiðdalsvíkur. Við Berufjörð sunnanverðan teygir Búlandsnes sig til hafs en upp af því rís eitt tignarlegasta og formfegursta fjall Íslands, Búlandstindur (1069 m). Búlandstindur er hæsta fjall sem rís beint úr sjó við Íslandsstrendur.