Papey er stór eyja við austurströnd Íslands og tilheyrir Djúpavogshreppi. Eyjan er 2,0 ferkílómetrar að stærð, og er hæsti punktur hennar í um 58 metrar yfir sjávarmáli.
Búið var í Papey frá landnámsöld og fram til ársins 1966 og þar er enn íbúðarhús, viti og kirkja. Stór lundabyggð er í Papey. Í eynni hefur verið sjálfvirk veðurathugunarstöð síðan 1998.