Norðan Álftafjarðar tekur við annað sjávarlón, Hamarsfjörður. Melrakkanes skilur á milli Álftafjarðar og Hamarfjarðar og út af því er Melrakkanesós sem er þröngt sund á milli Stapaeyjar á Starmýrarfjörum og Þvottáreyja sem eru í mynni Hamarsfjarðar, en um ósinn falla firðirnir til hafs. Annað þröngt sund, Holusund, er austan megin Þvottáreyja og liggur þar að Búlandsnesinu.